Almennar upplýsingar

Posting.is er vefsíða þar sem nálgast má helstu upplýsingar um réttindi og skyldur erlendra þjónustufyrirtækja og starfsmanna þeirra sem eru sendir til starfa á Íslandi. Þessir starfsmenn eru í daglegu máli kallaðir útsendir starfsmenn og er notast við það orðalag á síðunni. Þann tíma sem útsendir starfsmenn starfa á Íslandi njóta þeir ákveðinna réttinda og ber erlendum fyrirtækjum að hlýta íslenskum lögum þann tíma sem þeir veita þjónustu hér á landi.

Samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2014/67 er Íslandi skylt að koma á fót upplýsingaveitu sem er ætluð erlendum þjónustufyrirtækjum og útsendum starfsmönnum þar sem finna má tengla yfir á viðeigandi upplýsingasíður. Það er því markmið þessarar vefsíðu að innihalda stuttan og skýran texta um hvert málefni með tenglum sem lesandinn getur smellt á til þess að kynna sér málið frekar.

Á þessari vefsíðu muntu meðal annars finna upplýsingar um kaup og kjör, vinnuvernd, skattamál, mat á starfsréttindum, skráningu til Þjóðskrár og upplýsingar um skráningarskyldu erlendra fyrirtækja til Vinnumálastofnunar.

Allar ábendingar og fyrirspurnir sem málinu tengjast má senda á netfangið info@posting.is

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu