Starfsmenn starfsmannaleigna sem eru sendir til starfa hér á landi skulu njóta sömu launa og annarra starfskjara og þeir hefðu notið ef þeir hefðu verið ráðnir beint til notendafyrirtækisins til að gegna sama starfi.
Hér í köflunum að framan hefur verið greint frá því hvernig útsendir starfsmenn erlendra þjónustufyrirtækja skulu njóta sama rétt og aðrir starfsmenn á Íslandi til lágmarkslauna og annarra launaþátta, yfirvinnugreiðslna og orlofslauna. Einnig að virða skuli reglur um hámarks- og lágmarkshvíldartíma þessara starfsmanna.
Hvað varðar réttindi starfsmanna starfsmannaleigna þá skulu þeir samkvæmt lögum nr. 139/2005 um starfsmannaleigur að lágmarki njóta sömu launa og annarra starfskjara og þeir hefðu notið ef þeir hefðu verið ráðnir beint til notendafyrirtækisins til að gegna sama starfi. Þannig skulu starfsmenn starfsmannaleigna njóta fullra réttinda samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum þann tíma sem þeir starf hér á landi.
Samkvæmt lögum nr. 139/2005 um starfsmannaleigur ber að tilkynna allar starfsmannaleigur til Vinnumálastofnunar eigi síðar en sama dag og starfsemin hefst í fyrsta skipti.
Smelltu hér til þess að lesa nánar um starfsmannaleigur og skyldur þeirra á vefsíðu Vinnumálastofnunar.
Alþýðusamband Íslands (ASÍ)
Sími: 535 5600
www.asi.is
asi@asi.is
Vinnumálastofnun
Sími: 515 4800
www.vinnumalastofnun.is
info@posting.is