Mat á starfsréttindum

Lögum samkvæmt ber einstaklingi sem ætlar að vinna sem iðnaðarmaður á Íslandi skylda til að fá iðnmenntun sína metna og fá þar með leyfi til að vinna sem slíkur hér á landi. Umsókn um viðurkenningu á menntun og starfsreynslu skal senda til IÐUNNAR fræðsluseturs, að undaskilinni menntun í rafiðnaði, en þær umsóknir skulu sendar til RAFMENNTAR.

Einstaklingar með iðnmenntun erlendis frá geta óskað eftir að fá hana viðurkennda hér á landi. Viðurkenningin nær eingöngu til starfa sem eru lögbundin hér á landi, en lögbundið telst hvert það starf sem sérstakt leyfi lögbærs stjórnvalds þarf til að stunda. Hér er listi yfir slík störf

Um viðurkenningu starfsmenntunar þegna frá EES-ríkjum gilda lög nr. 26/2010 um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi sbr. reglugerð með sama heiti nr. 879/2010.

Umsókn

Umsókn um viðurkenningu á erlendri menntun er fyllt út og skilað inn ásamt fylgigögnum til viðeigandi aðila.

Umsóknum í rafiðngreinum er skilað til RAFMENNTAR, Stórhöfða 27, 110 Reykjavík, eða rafrænt á rafmennt@rafmennt.is. Nánari upplýsingar á https://www.rafmennt.is/is/thjonusta/mat-a-erlendri-menntun.

Umsóknum í öðrum iðngreinum er skilað til IÐUNNAR-fræðsluseturs, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík, eða rafrænt á idan@idan.is. Nánari upplýsingar á www.idan.is.

Frekari upplýsingar og sjálfa umsóknina um viðurkenningu prófskírteina erlendis frá má finna á vefslóðinni http://europass.is/vidurkenning-a-erlendri-starfsmenntun/.

Ertu með spurningar? Hafðu þá samband við:

Iðan fræðslusetur
Sími: 590-6400
www.idan.is
idan@idan.is

RAFMENNT
Sími: 580-5252
www.rafmennt.is
rafmennt@rafmennt.is

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu