Útsendur starfsmaður á rétt á lágmarkslaunum samkvæmt viðkomandi kjarasamningi meðan hann starfar á Íslandi. Einnig ber að virða íslenskar reglur hvað varðar hámarksvinnutíma og lágmarkshvíldartíma.
Samkvæmt lögum nr. 45/2007 um útsenda starfsmenn og skyldur erlendra þjónustuveitenda (Hér er hægt að lesa nánar um lögin) þá eiga útsendir starfsmenn rétt til lágmarkslauna og annarra launaþátta samkvæmt kjarasamningum. Desember- og orlofsuppbætur teljast til annarra launaþátta. Einnig eiga þeir rétt til yfirvinnugreiðslna, orlofslauna og að farið sé eftir reglum um hámarksvinnutíma og lágmarkshvíldartíma.
Í kaflanum Yfirlit yfir stéttarfélag og launataxta, má sjá upplýsingar um stéttarfélög á Íslandi, launataxta og lágmarkslaun í hverri starfsgrein.
Lágmarkslaun ráðast fyrst og fremst af eðli starfs, starfsaldri og menntun starfsmanns.
o Dæmi um lágmarkslaun (mánaðarlaun fyrir skatt, þ.e. brúttó laun) 22 ára verkamanns árið 2024 (01.02.2024 - 31.12.2024) :
· Ræstingar - kr. 440.314
· Fiskvinnsla - kr. 423.740
· Almenn byggingavinna - kr. 435.250
· Tækjastjórn - kr. 445.436
· Veitingastörf - kr. 435.250
o Lágmarkslaun (mánaðarlaun fyrir skatt, þ.e. brúttó laun) iðnaðarmanna með sveinspróf árið 2024 (frá 01.02.2024 - 31.12.2024) : kr. 565.282
o Lágmarkslaun (mánaðarlaun fyrir skatt, þ.e. brúttó laun) matreiðslumanna/framreiðslumanna/kjötiðnaðarmanna með sveinspróf árið 2024 (frá 01.02.2024 - 31.12.2024) : kr. 553.595
Lágmarkslaun skv. kjarasamningum miðast við fulla dagvinnu, þ.e. 36-40 klst. vinnu á viku. Fyrir vinnu umfram það er greitt yfirvinnukaup sem og vinna sem er innt af hendi um helgar.
Í tengslum við skráningu erlendra fyrirtækja hjá Vinnumálastofnun, krefst stofnunin ráðningarsamninga útsendra starfsmanna á Íslandi, til að tryggja að starfsskilyrði þeirra og kjör séu í samræmi við íslenska kjarasamninga meðan þeir starfa hér á landi.
Þá er það hlutverk trúnaðarmanna stéttarfélagana á hverjum vinnustað að fylgja því eftir að kjarasamningar séu virtir, einnig hvað varðar erlenda starfsmenn hjá hlutaðeigandi fyrirtæki. Ef það er einhver ástæða til að ætla að brotið sé á réttindum erlendra starfsmanna, þá hefur trúnaðarmaður heimild til að skoða launaseðla, ráðningarsamninga og önnur gögn sem varða starfskjör viðkomandi. Ef ekki er trúnaðarmaður á vinnustað, þá hefur fulltrúi viðkomandi stéttarfélags sömu heimildir.
Ef grunur leikur á að brotið sé á starfsmanni sem er hér á landi á vegum erlends fyrirtækis eða starfsmannaleigu, ber að leita aðstoðar trúnaðarmanns á viðkomandi vinnustað og tilkynna málið til Vinnumálastofnunar. Báðir aðilar geta kannað málið og krafist leiðréttingar. Ef ekki er trúnaðarmaður á vinnustaðnum, er rétt að snúa sér til viðkomandi stéttarfélags.
Vinnutími skal vera í samræmi við ákvæði kjarasamninga en getur verið breytilegur eftir því hvaða samningur á við. Hér má sjá yfirlit yfir helstu reglur hvað vinnutíma varðar.
|
Hefur störf |
Lýkur störfum |
Matarhlé |
Dagvinna |
Yfirvinna |
Mánudagur |
7 |
19 |
0,5 |
8 |
3,5 |
Þriðjudagur |
7 |
19 |
0,5 |
8 |
3,5 |
Miðvikudagur |
7 |
19 |
0,5 |
8 |
3,5 |
Fimmtudagur |
7 |
19 |
0,5 |
8 |
3,5 |
Föstudagur |
7 |
19 |
0,5 |
8 |
3,5 |
Laugardagur |
7 |
15 |
0,5 |
0 |
8 |
Sunnudagur |
Frí |
||||
Samtals tímar á viku: |
40 |
25,5 |
|||
Samtals tímar á mánuði (miðað við 4 vinnuvikur): |
160 |
102 |
Alþýðusamband Íslands (ASÍ)
Sími: 535 5600
www.asi.is
asi@asi.is
Samtök atvinnulífsins (SA)
Sími: 591 0000
www.sa.is